Það muna margir eftir skelfilegu bílslysi sem átti sér stað í vetur en Michail Antonio, þáverandi leikmaður West Ham, er heppinn að vera á lífi í dag.
Antonio lenti í mjög svo óhugnanlegu bílslysi í desember 2024 og lá á spítala í langan tíma en er kominn á skrið í dag og byrjaður að spila á ný.
Antonio segir sjálfur að hann muni ekkert eftir að hafa klesst á eða hvað nákvæmlega átti sér stað en hann fór yfir sína reynslu í hlaðvarpsþættinum Best Mode On.
,,Það klikkaðasta við þetta allt saman er að allur heimurinn fékk að upplifa þetta bílslys meira en ég,“ sagði Antonio.
,,Já ég var í slysinu en ég var ekki hluti af því. Ég man ekki eftir neinu, ég man ekki eftir bílslysinu og ég man ekki eftir því að hafa verið á spítala eða að hafa farið í aðgerð.“
,,Það voru margar tilfinningar sem ég upplifði til að byrja með. Líkaminn man eftir því sem gerðist en hausinn á mér gerir það ekki.“
,,Það sem ég hef lært f þessu er að fótboltinn er mikilvægur en heilsan er mikilvægari.“