Ítalska goðsögnin Christian Vieiri er á því máli að Chelsea muni vinna ensku úrvalsdeildina næsta vetur.
Chelsea vann HM félagsliða í sumar og kom sá titill stuttu eftir að félagið fagnaði sigri í Sambandsdeildinni.
Chelsea var ekki nálægt toppsætinu á síðasta tímabili en tókst að lokum að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
,,Enzo Maresca vann með Pep Guardiola í mörg ár og það er hægt að sjá það. Þetta er ekki bara pressa heldur skipulag og hvað þú gerir með boltann,“ sagði Vieri.
,,Hann er með fljóta og kraftmikla leikmenn sem eru alltaf mikil hjálp í svona kerfi.“
,,Ef þú spyrð mig þá mun Chelsea vinna ensku úrvalsdeildina næsta vetur og gætu barist um titilinn í Meistaradeildinni.“