Chelsea fékk 25 sinnum hærri upphæð á HM félagsliða í sumar en lið Auckland City sem kemur frá Nýja-Sjálandi.
Það var ekki búist við miklu af Auckland á þessu móti en liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum samalnagt 16-0 gegn Benfica og Bayern Munchen.
Þeir náðu þó jafntefli gegn Boca Juniors í lokaleik sínum og þénuðu alls 5,6 milljónir dollara sem er afskaplega há upphæð fyrir áhugamannafélag.
Chelsea vann mótið og þénaði vel yfir 100 milljónir dollara en talið er að upphæðin hafi verið í kringum 130 milljónir dollara.
Annað enskt félag í mótinu, Manchester City, græddi einnig mun meira en til að setja það í samanburð fékk félagið 51 milljón dollara.
Auckland fékk um 4,6 milljónir dollara fyrir þáttöku á mótinu og fékk þá auka eina milljón fyrir jafnteflið gegn Boca.