Sky Sports segir frá því að Arsenal sé tilbúið að selja að minnsta kosti þrjá leikmenn í sumar til að búa sér til peninga.
Þannig segir að Oleksandr Zinchenko, Fabio Vieira og Albert Sambi-Lokonga séu allir til sölu.
Zinchenko og Lokonga eiga báðir eftir ár af samningi sínum.
Vieira á tvö ár eftir af samningi sínum en enginn af þessum leikmönnum verður í stóru hlutverki hjá Arsenal í ár.
Lokonga og Vieira voru lánaðir burt frá félaginu í fyrra en Arsenal vill reyna að selja þessa menn í sumar.