Forráðamenn Chelsea hafa áhuga á því að kaupa Morgan Rogers miðjumann Aston Villa í sumar en það gæti þó reynst erfitt.
Þannig segir Talksport að Chelsea sé tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Rogers.
Rogers var magnaður á síðustu leiktíð með Aston Villa, bæði í deildarkeppni og í Meistaradeild Evrópu.
Talksport segir að Aston Villa vilji ekki selja Rogers þó ljóst sé að félagið þurfi að selja leikmenn til að komast í gegnum FFP reglurnar.
Líklegra er að félagið selji Jacob Ramsey frekar en að missa einn sinn besta og verðmætasta leikmann.