Umboðsmaður Jadon Sancho er mættur til Ítalíu til að funda með Juventus og reyna að fá félagið til að ganga frá samkomulagi við Manchester United.
Juventus virðist eina liðið sem er tilbúið að kaupa Sancho þessa dagana.
Sancho fær ekki að æfa með aðalliði United en hann hafnaði því að fara til Chelsea og vildi hærri laun en þar var í boði.
Sancho er með um 220 þúsund pund á viku hjá United en United hefur viljað fá 25 milljónir punda fyrir hann.
Nú er talið að United sé tilbúið að selja hann á 15 milljónir punda og það er verðmiði sem hugnast Juventus.
Umboðsmaðurinn er mættur til Ítalíu til að reyna að fá hlutina til að klárast en Sancho kom til United sumarið 2021 fyrir 73 milljónir punda.