Stuðningsmenn Sporting Lisbon eru meira en óhressir með Viktor Gyokeres framherja félagsins og hegðun hans í sumar.
Gyokeres hefur farið í stríð við félagið og neitar að mæta til æfinga, hann vill komast til Arsenal.
Búist er við að Gyokeres fari til Arsenal á næstunni en Sporting lék æfingaleik í vikunni.
Þar voru stuðningsmenn mættir til borða og á þeim stóð meðal annars. „Ég græt ekki fyrir þá sem fara, ég er glaður fyrir þá sem eru hér áfram,“ sagði á einum.
Gyokeres hefur verið í tvö ár hjá Sporting og raðað inn mörkum, mögulegt brotthvarf hans er mikil blóðtaka fyrir liðið..
„Það er enginn stærri en félagið, sama hver það er,“ sagði á öðrum borða.