Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir að Manchester United sé í dag að horfa til Brighton og hefur áhuga á að kaupa bakvörð félagsins.
Sá maður heitir Pervis Estupinan og hefur staðið sig virkilega vel hjá félaginu undanfarin ár.
Það er ekki langt síðan United festi kaup á Patrick Dorgu frá Lecce á Ítalíu en hann kom til félagsins í janúar.
Þrátt fyrir það virðist annar vinstri bakvörður vera á leiðinni en hvort það verði Estupinan verður að koma í ljós.
Jacobs segir að Brighton sé opið fyrir því að selja Estupinan í sumar en AC Milan er einnig að sýna áhuga.
Ásamt því að vera með Dorgu í sínum röðum þá er Luke Shaw til taks í vinstri bakverði.