Luka Modric hefur skrifað undir samning við ítalska stórliðið AC Milan og yfirgefur þar með Real Madrid.
Modric var samningslaus og hefur verið í viðræðum við Milan undanfarnar vikur en hann gerir eins árs samning.
Um er að ræða algjöra goðsögn í boltanum en Króatinn lék með Real í 13 ár og var fyrir það hjá Tottenham.
Hann er að reyna fyrir sér í ítalska boltanum í fyrsta sinn og verður mögulega í stóru hlutverki næsta vetur.
Modric gerir sér vonir um að spila með Króatíu á HM 2026 í Bandaríkjunum á næsta ári.