Því er haldið fram að Jón Þór Hauksson fyrrum þjálfari ÍA hafi fengið símtal frá Fylki og áhugi hans á því starfi kannaður.
Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Þungavigtarinnar heldur því fram að Jón Þór hafi fengið símtalið. Árni Freyr Guðnason er í starfi hjá Fylki.
Árni er á sínu fyrsta ári með Fylki en liðið hefur ekki fundið taktinn í Lengjudeildinni hingað. til.
„Jón Þór hefur fengið símtal úr Árbænum, ég get staðfest það,“ sagði Kristján Óli í þætti dagsins hjá Þungavigtinni.
Rætt var um hvort það væri þá heiðarlegt að hlera þjálfara þegar þú ert með annan í starfi. „Er ekki betra að vera með plan?,“ sagði Kristján Óli.
Jón Þór var rekinn frá ÍA á dögunum en hann hafði unnið gott starf á Akranesi.