Harvey Elliott miðjumaður Liverpool hefur áhuga á því að fara frá félaginu í sumar en nú er komið í ljós að Liverpool vill 50 milljónir punda fyrir hann.
West Ham hefur áhuga en Liverpool er til í 40 milljónir punda ef félagið hefur klásúlu til að kaupa hann aftur.
West Ham vill styrkja lið sitt eftir að hafa selt Mohammed Kudus til West Ham fyrir 54,5 milljónir punda í síðustu viku.
Elliott er 22 ára gamall og var frábær með Englandi á HM U21 árs landsliða í sumar og er nokkuð eftirsóttur.
Fleiri félög en West Ham hafa sýnt Elliott áhuga sem vill komast í stærra hlutverk en hann sér fyrir sér hjá Liverpool.