Það var baulað á nýjustu Oasis tónleikunum þar sem söngvari hljómsveitarinnar, Liam Gallagher, tileinkaði Pep Guardiola, stjóra Manchester City, eitt af lögum bandsins.
Guardiola er ekki vinsæll á meðal allra í Manchester en margir stuðningsmenn Manchester United voru að sjálfsögðu mættir að horfa á hljómsveitina koma fram á stóra sviðinu á ný.
Oasis ákvað að slá til á síðasta ári og snúa aftur eftir að hafa legið í dvala frá árinu 2009.
Guardiola var sjálfur mættur á tónleikana en hann er mikill aðdáandi Oasis og eru þeir miklir aðdáendur hans.
,,Hvern í fjandanum eruði baula á?“ sagði Noel Gallagher, annar af meðlimum Oasis, við þá sem bauluðu á Guardiola.
Bæði Liam og Noel eru miklir knattspyrnuaðdáendur og halda einmitt með Manchester City.
Liam Gallagher: „I want to dedicate this next tune to the greatest manager of all time the one and only Pep Guardiola“
*some in the crowd start booing*
Noel Gallagher: „who you fucking booing?“ 😂 pic.twitter.com/f8iaTSrwSd
— Manchestericonic (@manchestriconic) July 12, 2025