Levi Colwill, leikmaður Chelsea, hefur varað Paris Saint-Germain við því að hann og hans liðsfélagar séu langt frá því að vera sama lið og Inter Milan eða Real Madrid.
PSG er talið vera besta lið heims í dag og mun spila við Chelsea í úrslitaleik HM félagsliða á morgun.
PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum og vann 4-0 sigur og eru flestir sem búast við því að þeir frönsku séu of stór biti fyrir Chelsea sem hefur fengið auðveldari leiki í útsláttarkeppninni.
,,Þeir eru með frábært lið en við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid,“ sagði Colwill við blaðamenn.
,,Við mætum með allt aðra hluti til leiks. Við erum ekki þeirra leikmenn og erum vongóðir. Vonandi getum við unnið leikinn.“
,,Ég held að flestir í heiminum búist við sigri PSG en við erum ekki að hugsa það sama.“