Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikarsins fór fram nú í dag en Vestri og Fram áttust þar við.
Fyrri úrslitaleiknum lauk með sigri Vals og er ljóst að Valur mun spila við Vestra í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu í leik dagsins en honum lauk með markalausu jafntefli og var ekkert skorað í framlengingunni.
Vestri vann leikinn að lokum í vítaspyrnukeppni þar sem Guðmundur Magnússon reyndist skúrkurinn og klikkaði á þriðju spyrnu Fram.