Brooklyn Beckham, sonur David Beckham, er hættur að fylgja bræðrum sínum, Romeo og Cruz á samskiptamiðlum.
Frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum en mikil dramatík hefur verið í kringum Beckham fjölskylduna undanfarnar vikur og mánuði.
Brooklyn neitaði að mæta í fimmtugsafmæli föður síns fyrr á þessu ári en óskaði systur sinni, Harper, til hamingju með daginn á dögunum.
Brooklyn er 26 ára gamall en samband eiginkonu hans, Nicola, og móður hans, Victoria Beckham, ku vera ansi slæmt.
Hann hefur einnig ásakað foreldra sína um að styðja sig ekki fjárhagslega en þau hafa bæði harðneitað fyrir þær sögusagnir en passa sig á að dekra ekki of mikið við sinn elsta son.
Victoria og David hafa reynt að gera lítið úr þessu ‘fjölskyldustríði’ en bræður hans eru afskapelega óánægðir með framkomu Brooklyn.
Brooklyn sá nokkrar færslur frá bæði Romeo og Cruz á samskiptamiðlum og ákvað í kjölfarið að hætta að fylgja þeim á Instagram.
Romeo og Cruz gerðu nákvæmlega það sama og virðist samband þeirra vera ansi viðkvæmt þessa stundina.