Faðir Amöndu Andradóttur landsliðskonu, Andri Sigþórsson, er greinilega allt annað en sáttur með það hlutverk sem dóttur hans hefur í íslenska landsliðinu.
Amanda, sem er leikmaður Twente í Hollandi, kom ekkert við sögu í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM en spilaði í um 20 mínútur í leik gegn Noregi sem engu máli skipti í gær.
Amanda gat á sínum tíma valið að spila fyrir norska landsliðið þar sem móðir hennar er þaðan. Ísland vann þó kapphlaupið um þennan afar efnilega leikmann. Hún hefur þó ekki mikið verið notuð undir stjórn Þorsteins Halldórssonar.
Amanda sagði í samtali við Vísi á dögunum að hún teldi sig meiri Íslending en Norðmann en Andri birti eftirfarandi færslu á Instagram í gær: „Hefðir samt átt að velja Noreg.“ Hafa íslenskir miðlar vakið athygli á þessu í kjölfarið.
Íslenska landsliðið lauk leik á EM með 4-3 tapi gegn Noregi í gær og fer því heim án stiga. Noregur sigraði riðilinn.