fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. júlí 2025 13:00

Luka Jovic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luka Jovic gæti tekið mjög óvænt skref í sumar en hann er fyrrum framherji Real Madrid og AC Milan.

Þessi 27 ára gamli sóknarmaður er samningslaus en hann var látinn fara frá Milan nýlega eftir að hafa skorað átta mörk í 38 deildarleikjum.

Jovic var keyptur til Real fyrir risaupphæð árið 2019 en stóðst aldrei væntingar eftir mjög góða frammistöðu með Frankfurt.

Santiago Gimenez, núverandi leikmaður Milan, hefur staðfest það að Jovic hafi spurt sig út í mexíkóska félagið Cruz Azul sem er talið hafa áhuga á leikmanninum.

,,Hann spurði mig út í hvernig félagið væri og ég hafði auðvitað bara góða hluti að segja. Þeir komu svo vel fram við mig og ég verð alltaf þeirra aðdáandi,“ sagði Gimenez.

Það væri ansi áhugavert skref ef Jovic semur í Mexíkó en hann átti að vera næsta vonarstjarna Serbíu og hefur það svo sannarlega ekki gengið upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig