fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Victor Pálsson
Föstudaginn 11. júlí 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlos Tevez er búinn að finna sér nýtt starf eftir að hafa þjálfað bæði Rosario Central og Independiente um stutta stund.

Tevez er fyrrum leikmaður stórliða í Evrópu en nefna má Manchester United, Manchester City og Juventus.

Tevez hefur verið ráðinn til starfa hjá Atletico Talleres í efstu deild Argentínu og er nýr tæknilegur yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Tevez býr ekki yfir reynslu í því starfi en hann er 41 árs gamall og var síðast leikmaður árið 2021 fyrir Boca Juniors.

Þessi fyrrum sóknarmaður þekkir leikinn þó inn og út og spilaði tæplega 750 leiki á sínum ferli og skoraði í þeim 308 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti

Einkunnir leikmanna Íslands: Lélegur endir á ömurlegu Evrópumóti