fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Eyjan
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, varar við málamiðlunum á Alþingi. Sú þróun sé að eiga sér stað í stjórnmálum heimsins í dag að kjósendur vilja sjá kosningaloforðin efnd og hafi litla þolinmæði fyrir málamiðlunum. Minnihlutinn ráði nú ferðinni á Alþingi og beri meirihlutanum skylda til að framfylgja þingræðinu.

Baldur skrifar um stöðuna á Facebook þar sem hann segir vanda samfélaga sem byggja á lýðræðislegri stjórnskipan kristallast þessa dagana í tvennu. Annars vegar eigi lýðræðið undir högg að sækja og hins vegar finnist kjósendum ríkisstjórnir ekki standa við gefin loforð.

„Ásakanir ganga á víxl um ólýðræðislega stjórnarhætti. Ört stækkandi hópur róttækra hægrimanna sakar vinstrifólk um að virða ekki tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði. Vinstrafólk sakar róttæka hægrimenn um slíkt hið sama sitji þeir við völd á þjóðþingum, í héraðs- og sveitarstjórnum. Í vaxandi mæli draga stjórnmálaflokkar niðurstöður kosninga í efa.“

Baldur segir að framtakslausar ríkisstjórnir leiði til þess að kjósendur flakki frekar á milli flokka, og á dögum þar sem kjósendur upplifa að valdhafar hafi ekki staðið vaktina í mikilvægum málaflokkum á borð við húsnæðis-, velferðar- og innflytjendamál, þá fylki þeir sér gjarnan á bak við róttæka stjórnmálamenn sem lofa bótum og betrum. Fólk þurfi bara að líta til Bandaríkjanna og Rúmeníu til að sjá dæmi um þessa þróun.

Sætta þau sig ekki við niðurstöðu kosninganna?

Ástandið á Alþingi Íslendinga virðist spretta upp af sama meiði.

„Minnihlutinn á þingi krefst þess að meirihluti þings verði alfarið við þeirra kröfum eða,,mætist á miðri leið’’. Komið er í veg fyrir að meirihluti þings geti framfylgt stefnu sinni. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem mynda minnihluta virði ekki niðurstöður síðustu Alþingiskosninga.“

Baldur rekur að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi fengið sína verstu útreið í síðustu kosningum. Það sé skiljanlega mikið áfall enda flokkarnir sögulega farsælir.

„En í stað þess að fara í naflaskoðun á hvað hafi farið úrskeiðis hjá þeim við stjórn landsins á undanförnum árum virðast þeir efast um rétt meirihluta þings að framfylgja stefnu sinni.“

Miðflokkurinn virðist svo fylgja forskrift annarra róttækra flokka og virðist hreinlega efast um að þingræðisreglan eigi rétt á sér. Baldur veltir fyrir sér hvort Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur séu á sama máli.

„Krafan um að látið verði alfarið undan vilja stjórnarandstöðunnar eða að stjórnin mæti henni á „miðri leið’’ virðist benda til þess.“

Minnihlutinn ræður ferðinni þessa daganna

Baldur segir að meirihlutinn beri ábyrgð á því að framfylgja stjórnskipun landsins. Það sé þó minnihluti Alþingis sem virðist ráða ferðinni þessa dagana. Varar Baldur við því að kjósendur í dag hafi litla þolinmæði fyrir málamiðlunum, enda slíkt til þess fallið að útvatna kosningaloforð. Krafan sé skýr – það eigi að standa við loforðin.

„Hitt er að það er ekki síður á ábyrgð meirihluta þings að virða og framfylgja stjórnskipun landsins. Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana. Honum hefur tekist að koma í veg fyrir að meirihlutinn komi helstu stefnumálum sínum í gegn. Dagskrárvaldið er hins vegar í höndum meirihluta þingsins nema að hann ákveði annað.
Kjósendur virðast hafa litla þolinmæði gagnvart málamiðlunum sem útvatna loforð stjórnmálamanna. Krafan er að stjórnmálamenn standi við gefin kosningaloforð. Á Íslandi ríkir þingræði. Það er skylda meirihluta þings að framfylgja þingræðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu