Svo gæti farið að bæði Liverpool og Arsenal fari í slag um það að fá Rodrygo sóknarmann Real Madrid.
Erlendir miðlar fjalla um þetta en áhugi Liverpool gæti komið til sögunnar ef Luis Diaz verður seldur til Barcelona.
Rodrygo er ekki í plönum Xabi Alonso og hefur lítið fengið að spreyta sig á HM félagsliða.
Arsenal hefur lengi fylgst með málum Rodrygo sem gæti verið falur fyrir um 60 milljónir punda.
Rodrygo er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Brasilíu sem búist er við að Real Madrid reyni að losa sig við á næstu vikum.