Það er ekki víst að framherjinn Victor Osimhen verði leikmaður Galatasaray í vetur en hann var í láni hjá félaginu á síðasta tímabili.
Galatasaray vill fá leikmanninn endanlega í sínar raðir og er Antonio Conte, stjóri Napoli, sagður vilja losna við framherjann.
Napoli vill fá 75 milljónir evra fyrir Osimhen sem Galatasaray getur borgað en neitar að staðgreiða þá upphæð.
Napoli vill fá alla upphæðina staðgreidda en Galatasaray er aðeins reiðubúið að borga mánaðarlegar greiðslur.
Það gæti þýtt að Osimhen þurfi að leita annað í sumar en hann hefur verið orðaður við England og Sádi Arabíu.