fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt í rugli hjá enska félaginu Morecambe sem leikur í neðri deildum Englands og er í eigu Jason Whittingham.

Whittingham er ákveðinn í því að selja félagið áður en nýtt tímabil hefst og er búinn að finna kaupanda í Panjab Warriors.

Þann 2. júlí var öll stjórn félagsins rekin en búist var við því að kaupin myndu ganga í gegn þann dag en ekkert varð úr því að lokum.

Stjórnin var því endurráðin til starfa en aðeins þremur dögum seinna var allt starfsfólk rekið í annað sinn sem eru ansi furðuleg vinnubrögð.

Það bendir til þess að eigandaskiptin muni eiga sér stað á morgun en það er ekki langt í að nýtt tímabil á Englandi fari af stað.

Ef kaupin ganga ekki í gegn er möguleiki á því að stjórnin verði ráðin aftur til starfa til bráðabirgða og fái svo sparkið stuttu seinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot