Arsenal hefur hafið formlegar viðræður við Chelsea vegna Noni Madueke en félögin taka samtalið áfram.
Madueke er 23 ára gamall enskur kantmaður sem hefur sjálfur samið við Arsenal um kaup og kjör.
Madueke mun gera fimm ára samning við Arsenal ef félögin ná samkomulagi.
Madueke setur það í forgang að ganga í raðir Arsenal en fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.
Chelsea hefur verið að versla nokkra sóknarmenn í sumar og við því búist að Madueke verði ekki í stóru hlutverki.