fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Eyjan
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, náði að koma Framsóknarmanninum Þórarni Inga Péturssyni rækilega úr jafnvægi á Alþingi í gær. Ekki er víst hvað ráðherra gerði til að framkalla þessi viðbrögð, en hún hafði gengið fram í þingsal þar sem ekki sást til hennar í útsendingu þingsins og Þórarinn sagðist ítrekað ekki ætla að ræða þetta frekar.

Það var skömmu eftir miðnætti sem Þórarinn steig í pontu til að fjalla, eins og svo oft áður, um fyrirhugaða leiðréttingu veiðigjalda. Þegar Þórarinn var um það bil hálfnaður með ræðu sína gengur Inga að Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, og ræðir við hana skamma stund. Svo gengur Inga fram í sal og gerir eitthvað sem kom Þórarni heldur betur úr jafnvægi og fær Þórunni auk þess til að springa úr hlátri.

Þórarinn snýr sér svo að Þórunni og virðist biðja um aðstoð: „Frú forseti!“ og slær Þórunn þá í bjöllu og segir við Ingu: „Það þarf að gefa þingmönnum frið í fleiri en einni merkingu þegar þeir hafa orðið.“

Þórarinn ræður varla við sig, hlær og sótroðnar í framan. „Ég ætla ekki að, frú forseti, ég ætla ekki að minnast á það hvað gekk hérna á“ segir Þórarinn og Þórunn þakkar honum fyrir það. Þórarinn reynir að halda ræðu sinni áfram en það tekur hann stund að jafna sig. „Ja hérna, hvurslags, ég biðst afsökunar,“ segir Þórarinn og forseti segist sýna þessu fullan skilning. „Hvað gengur eiginlega hér á?“ flissar þingmaðurinn áfram. „Þetta var nú alveg merkilegt“.

Svo lítur Þórarinn aftur út í sal og springur aftur úr hlátri og skömmu síðar virðist Þórunn benda ónefndum aðila í sal, mögulega Ingu, að drífa sig út með handabendingu. Þórarinn reynir aftur að halda áfram en tekur svo fram að þessi uppákoma muni nú sitja áfram í honum eitthvað áfram. „Ég ætla ekki að ræða hana frekar“.

Tekst þá Þórarni að ljúka ræðu sinni á því að hann ætli að virða tímamörk þrátt fyrir uppákomuna. „Það var áhugavert að fá þessa uppákomu hérna svona til að lífga upp á stemninguna í salnum þannig ég óska þess að vera settur að nýju á mælendaskrá.“

Atvikið á sér stað þegar um 1 mínúta og 50 sekúndur eru liðnar af ræðutíma. Eftir að frétt þessi fór í loftið skrifaði Inga Sæland í athugasemd á Facebook-síðu DV: „Ég sneri mér að ræðupúltinu, brosti til Þórarins og tók létt dansspor fyrir hann áður en ég gekk úr salnum.“

Uppákoma á Alþingi
play-sharp-fill

Uppákoma á Alþingi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Hide picture