Samkvæmt fréttum í Portúgal gengur lítið sem ekkert í viðræðum Arsenal um kaup á Viktor Gyokeres framherja Sporting Lisbon.
Þar segir að aðilar séu ekki sammála um verðmiðann sem á að greiða fyrir sænska framherjann.
Gyokeres fór inn í sumarið og taldi sig geta labbað í burtu fyrir 60 milljónir evra og eitthvað í bónus. Taldi hann munnlegt samkomulag vera um slíkt.
Þetta segir Sporting vera tóma þvælu og Arsenal ákvað því að bjóða 65 milljónir evra í hann og eitthvað í bónus.
Nú segir miðlar í Portúgal að Sporting fari fram á 70 milljónir evra og einhvern slatta í bónus, er þá Gyokeres komin í sama flokk og Benjamin Sesko hjá Leipzig þegar kemur að verðmiða. Gæti það fengið Arsenal til að hugsa betur um málið.
Ekkert samtal félagana hefur átt sér stað síðan um helgina samkvæmt fréttum í Portúgal.