Andy Carroll, fyrrum landsliðsmaður Englands, gæti verið að taka ansi áhugavert skref á sínum ferli.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Carroll er atvinnulaus eftir að hafa yfirgefið Bordeaux í Frakklandi.
Carroll er 36 ára gamall og lék níu landsleiki fyrir England og kostaði Liverpool 35 milljónir punda á sínum tíma.
Chelmsford City í neðri deildum Englands er talið vera að tryggja sér þjónustu Carroll en liðið leikur í sjöttu efstu deild.
Angelo Harrop, þjálfari Chelmsford, vildi ekki staðfesta skiptin en miklar líkur eru á að þau verði staðfest á næstunni.