Kyle Walker og Annie Kilner eru farin að búa saman aftur og eru að leita sér að nýju húsnæði til að búa sér til heimili og nýjar minningar.
Vandræðin hafa leikið samband þeirra grátt síðustu ár en Walker hefur verið duglegur að halda framhjá eiginkonu sinni.
Walker á tvö börn með annari konu en saman eiga Walker og Kilner fjögur börn saman.
Ensk blöð segja að hjónin hafi náð sáttum og vilji halda áfram með lífið saman, þau vilja nýtt heimili til að gleyma því gamla.
Ensk blöð segja að þau útiloka ekki að eignast fimmta barnið saman en Walker bjó á Ítalíu í fimm mánuði fyrr á þessu ári.
Hann var þá á láni hjá AC Milan en Walker var keyptur til Burnley frá Manchester City í vikunni.