fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Bjarni upplifir óþægilegar endurminningar – „Gjörsamlega drulluðu á sig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 14:30

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Íslenska kvennalandsliðið er úr leik á EM þó einn leikur sé eftir í riðlakeppninni. Sama staða kom einmitt upp á EM í Hollandi 2017.

„Það var meiri skellur því þá ætlaði liðið að verða Evrópumeistari en blaðamenn voru kannski ekki með sömu væntingar. Við vorum í erfiðum riðli með Frökkum, Sviss og Austurríki,“ segir Bjarni Helgason í hlaðvarpi 433.is um EM.

„Svo tapa þær gegn Frökkum í fyrsta leik þegar Elín Metta fékk á sig ódýrt víti í blálokin. Það braut þær alveg. Þær voru úr leik fyrir síðasta leik og voru búnar að tala um að spila upp á stoltið en gjörsamlega drulluðu á sig og töpuðu 3-0.“

Ísland mætir Noregi í lokaleik riðilsins á fimmtudag en hefur Bjarni ekki mikla trú á þeim þar eftir tvö töp á mótinu það sem af er.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn hef ég enga trú á því. Þær eru dottnar úr leik og miðað við spilamennskuna á mótinu og hvernig við erum að fara inn í þessa leiki hef ég ekki trú á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik

Hákon skoraði í ótrúlegum fótboltaleik – Átta mörk skoruð í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsta staðfestir komu Garnacho

Chelsta staðfestir komu Garnacho