FC Twente hefur staðfest kaup sín á Kristian Nökkva Hlynssyni sem kemur til félagsins frá Ajax. Hann gerir fjögurra ára samning.
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur veirð hjá Ajax í fimm ár eða frá því að hann var 16 ára gamall.
Kristian komst inn í hlutina hjá Ajax fyrir nokkrum árum en fékk svo fá tækifæri á síðustu leiktíð, var hann að lokum lánaður til Sparta Rotterdam.
Kristian var svo bannað að æfa með aðalliði Ajax eftir sumarfrí, félagið vildi selja hann.
Twente er eitt af stærri félögunum í Hollandi og gerir Kristian fjögurra ára samning við félagið.
Hann er mættur til æfinga en Twente er þessa stundina í æfingaferð í Austurríki til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.