fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júlí 2025 12:30

Skjáskot úr viðtali Þorsteins við RÚV eftir leik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Þorsteinn Halldórsson er að margra mati kominn á endastöð með íslenska kvennalandsliðið eftir að það féll úr leik eftir aðeins tvo leiki í riðlakeppni EM. Liðið hefur tapað gegn Finnum og Sviss það sem af er.

„Ég fíla Steina mjög vel sem manneskju en miðað við hvernig þetta hefur verið þá sér maður ekki framfaraskref á liðinu. Mér finnst hann líka of íhaldssamur í leikmannavali. Hann treystir rosalega mikið á Blikastelpurnar, af hverju byrjar Hildur til dæmis á móti Finnlandi en ekki Dagný?“ segir Bjarni Helgason á Morgunblaðinu í hlaðvarpi 433.is um mótið.

Þorsteinn virðist sjálfur meðvitaður um að óvissa sé um hans framtíð. „Maður verður að hætta ef maður er ekki að standa sig vel,“ sagði hann í viðtali við RÚV beint eftir tapið gegn Sviss. Því var velt upp í þættinum hvort þarna hafi Þorsteinn verið að segja sjálfum sér upp, en daginn eftir sagði hann að vísu við fjölmiðla að hann hefði ekki leitt hugann að framtíð sinni.

„Ef liðið hefði verið frábært, væri að koma sér fimm opin marktækifæri í hverjum leik. Við erum með 0,24 í XG. Einu ógnirnar okkar á þessu móti hafi verið eftir löng innköst. Með þennan hóp, við verðum að gera meiri kröfur,“ segir Bjarni, sem vill erlendan landsliðsþjálfara.

„Ég vil fá einhvern erlendan þjálfara inn í þetta. Mér finnst íslenskir þjálfarar of fastir í því að við séum litla liðið. Ég held það væri bara flott að fá inn erlenda konu sem þekkir íslenska boltann ekkert allt of vel (og er því ekki með þetta hugarfar).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona

Chelsea þarf að selja til að geta keypt áður en glugginn lokar – Í samtali við Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern

Real Madrid beitir þekktri taktík í tilraun til að fá leikmann Bayern
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið

Nokkrir leikmenn United efins um að Amorim lifi af landsleikjahléið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu

Mikael varpar sprengju – Allt var klappað og klárt en eitt símtal í KSÍ breytti öllu
433Sport
Í gær

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Í gær

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen