Cole Palmer hefur nefnt sinn besta vin hjá Chelsea en það er varnarmaðurinn Tosin Adarabioyo og ná þeir vel saman.
Palmer byrjaði síðasta tímabil vel og raðaði inn mörkum en var ekki eins öflugur seinni hluta tímabils.
Hann viðurkennir að hafa upplifað nokkuð erfiða tíma innan sem utan vallar en getur alltaf treyst á Tosin sem spilar í vörninni.
,,Ég hef upplifað erfiða tíma síðustu mánuði bæði innan sem utan vallar en hann er alltaf til staðar fyrir mig og hefur hjálpað mikið,“ sagði Palmer.
Chelsea mun treysta á Palmer næsta vetur en hann er maðurinn sem á að tryggja liðinu sigur í flestum leikjum.