Barcelona og ‘lífvörður’ hans gætu spilað saman í félagsliði í fyrsta sinn en þetta kemur fram í bandarískum miðlum.
Þessi svokallaði lífvörður er Rodrigo De Paul, leikmaður Atletico Madrid, en hann og Messi spila saman í argentínska landsliðinu.
De Paul er þekktur fyrir það að verja Messi innan vallar en ef einhver leikmaður er með vesen við argentínsku goðsögnina er miðjumaðurinn fyrstur á svæðið.
Atletico er búið að setja De Paul á sölulista en hann er fáanlegur fyrir 17 milljónir dollara.
De Paul er 31 árs gamall og eru líkur á að hann og Messi muni spila saman með Inter Miami í Bandaríkjunum.