Rasmus Højlund framherji Manchester United hefur ekki neinn áhuga á að fara frá félaginu í sumar og vill berjast fyrir sínu.
Højlund átti mjög erfitt síðasta tímabil, hann gat varla keypt sér mark um tíma.
Højlund átti ágætt fyrsta ár á Old Trafford en fann ekki taktinn í fyrra eins og fleiri leikmenn.
Því hefur verið haldið fram í sumar að United hefði áhuga á að selja Højlund en hann hefur ekki áhuga á slíku.
Segir Fabrizio Romano að Højlund muni reyna að sanna ágæti sitt og muni ekki hugsa sér til hreyfings nema að United biðji hann um að fara.