Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Sædís Rún Heiðarsóttir, bakvörður íslenska landsliðsins, viðurkennir að það hafi verið erfitt að festa svefn eftir tapið gegn Sviss í gær, svekkelsið hafi verið mikið.
Ísland tapaði 2-0 gegn gestgjöfunum og er úr leik á EM eftir tvö töp, þó svo að einn leikur sé eftir gegn Noregi.
„Þetta er auðvitað voðalega súrt og ég get ekki sagt að ég hafi sofið mikið, en þetta er bara eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við,“ sagði Sædís við 433.is í dag.
En hvernig var andrúmsloftið inni í klefa eftir leik í gær? „Maður var bara svolítið tómur. Það er gríðarlega svekkjandi að ná ekki markmiðum sínum.“
Liðið ætlar sér að enda mótið á jákvæðum nótum og taka sigur gegn Noregi, sem þegar hefur tryggt sér sigur í riðlinum, í lokaleiknum á fimmtudag.
„Við ætlum að fara í þennan leik við Noreg til að vinna hann. Við ætlum að enda þetta með stæl, það er mikið af fólki búið að ferðast hingað og við þurfum að gera þetta fyrir þau.“
Nánar í spilaranum.