Það vakti nokkra athygli um helgina að Cristiano Ronaldo mætti ekki í útför Diogo Jota samlanda síns og félaga úr landsliðinu.
Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Ronaldo fyrir að mæta ekki til að votta fjölskyldu Jota og bróðir hans Andre samúð sína.
Record í Portúgal hefur eftir heimildarmanni nálægt Ronaldo að hann hafi ekki viljað mæta til að taka sviðsljósið af útförinni.
Ronaldo er frægasti fótboltamaður Evrópu og hefði koma hans mögulega tekið athyglina af þeirri sorg sem fylgir andláti þeirra bræðra.
Ronaldo er sagður vera í áfalli eftir andlátið en Jota var 28 ára gamall þegar hann féll frá í hræðilegu bílslysi.