Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United og Diogo Dalot bakvörður liðsins mæta ekki til æfinga í þessaari viku eins og planið var.
Ástæðan er andlát Diogo Jota framherja Liverpool sem var samherji þeirra í landsliði Portúgals.
Bruno og Dalot voru mættir í útför Jota á laugardag sem fram fór í Portúgal, stundin var erfið eftir hræðilegt bílslys sem Jota og bróðir hans Andre lentu í.
Snemma á fimmtudagsmorgun komu fyrstu fréttir af því að Jota og Andre hefðu látið lífið í bílslysi.
Ruben Amorim stjóri United ákvað að gefa þeim félögum aðeins lengra frí til að jafna sig eftir áfallið sem fylgir því að missa góðan vin.