Philippe Coutinho er loksins laus frá Aston Villa en hann hefur skrifað undir samning við Vasco da Gama í Brasilíu.
Vasco reyndi að fá leikmanninn endanlega síðasta sumar en Villa var aðeins opið fyrir því að lána hann annað.
Nú hefur Villa samþykkt að losa leikmanninn endanlega en hann hefur ekki spilað fyrir félagið síðan snemma 2023.
Coutinho var magnaður fyrir Liverpool á sínum tíma í úrvalsdeildinni en hann var seldur til Barcelona 2017 en stóðst ekki væntingar.
Hann sneri aftur til Englands 2021 en eftir góða byrjun þá náði Brassinn ekki að sýna sitt rétta andlit og var lánaður til Al-Duhail í Katar og síðar Vasco.
Vasco hefur nú fengið leikmanninn í sínar raðir endanlega en hann hefur spilað 26 leiki fyrir félagið og skorað í þeim fimm mörk á lánssamningi.