The Sun greinir frá því að Manchester United sé að skoða það að fá til sín framherjann Dominic Calvert-Lewin.
Calvert-Lewin er fáanlegur á frjálsri sölu en hann hefur yfirgefið lið Everton þar sem hann lék í mörg ár.
Um er að ræða öflugan framherja en meiðsli hafa sett stórt strik í reikning hans undanfarin ár.
Calvert-Lewin er enn aðeins 28 ára gamall en hann skoraði 57 deildarmörk í 240 leikjum fyrir Everton frá 2016 til 2025.
Hann á einnig að baki 11 landsleiki fyrir England og samkvæmt Sun hefur hann verið í sambandi við United um mögulega komu á Old Trafford.