Matheus Cunha mun klæðast treyju númer tíu hjá Manchester United á komandi leiktíð en ekki Englendingurinn Marcus Rashford.
Cunha er nýkominn til United frá Wolves en búist er við miklu af þessum öfluga leikmanni í vetur.
Rashford er sagður hafa tjáð United að hann sé á förum eftir lánsdvöl hjá Aston Villa á síðustu leiktíð.
Samband Rashford og Ruben Amorim, stjóra United, ku ekki vera gott og er hann til sölu fyrir rétt verð.
Rashford er ekki sá eini sem er að kveðja United en Alejandro Garnacho, Jadon Sancho, Tyrell Malacia og Antony eru einnig á förum.