Thomas Partey mun gifta sig í dag aðeins degi eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot en þetta kemur fram í enskum miðlum.
Goal greinir frá því að Partey hafi fengið fréttirnar í gær en hann mun giftast Janine Mackson á Spáni síðar í dag.
Partey er atvinnulaus í dag en hann hefur yfirgefið enska félagið Arsenal eftir að samningur hans þar rann út.
Partey og Mackson hafa verið trúlofuð síðan 2024 en þau eignuðust sitt fyrsta barn snemma á sama ári.
Partey harðneitar allri sök en hann var upphaflega ákærður árið 2022 og hefur rannsókn staðið yfir síðan þá.