Chelsea virðist vera ákveðið í því að fá inn markvörð áður en tímabilið hefst og er félagið orðað við ófáa þessa stundina.
Chelsea reyndi að fá Mike Maignan frá AC Milan án árangurs og er einnig talið sýna Emiliano Martinez, markverði Aston Villa, áhuga.
Samkvæmt Daily Mail er enn einn markvörðurinn á óskalista Chelsea en það er Mads Hermansen sem spilar með Leicester.
Hermansen hefur áhuga á að spila fyrir stærra lið í vetur en Leicester er í næst efstu deild á Englandi.
Þessi 24 ára gamli markvörður myndi líklega vera varamarkvörður Chelsea í vetur fyrir Spánverjann Robert Sanchez.