fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður íslenska landsliðsins skrifaði í gær undir samning hjá Al Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Jóhann kemur til liðsins frá Al-Orobah í Sádí Arabíu þar sem hann lék í eitt ár, áður en Jóhann færði sig yfir til Mið-Austurlanda lék hann á Englandi í tíu ár.

Jóhann mun nú flytja til Abu Dhabi sem borg þar sem allt til er alls. „Þetta er búið að vera í gangi í nokkrar vikur, umboðsmaðurinn sem hefur verið að sjá um mín mál hérna kom með þennan kost eftir að hann fór með þjálfarann hingað. Það er flottur þjálfari frá Svartfjallalandi sem hefur starfað í Hollandi og var aðstoðarmaður Avram Grant á Englandi. Það heilaði mig það sem hann sagði,“ sagði Jóhann Berg í samtali við 433.is í dag.

Það var ekki síst staðsetning liðsins sem heillaði Jóhann og fjölskyldu hans. Staðurinn Abu Dhabi var líka heillandi fyrir fjölskylduna, hér eru frábærir skólar og allt til alls fyrir börnin. Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta, maður hefði getað beðið lengur og séð hvaða kostir væru í boði. Mér fannst Al Dhafra bjóða mér allan pakkann fyrir mig og fjölskylduna.“

Jóhann lék í eitt ár í Ofurdeildinin í Sádí Arabíu þar sem mikið af stjörnum er, hann telur að deildin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sé jafnari. „Hún er jafnari, það eru auðvitað stærri félög hérna en það eru ekki sömu peningar hér og í Sádí Arabíu. Stærstu fimm félögin í Sádí hafa alla peninga í heiminum. Hér er munurinn minni, það verður bara fróðlegt að prófa nýja deild. Maður sér það bara strax að hér er fullt af góðum leikmönnum en ekki þessi stóru nöfn eins og í Sádí Arabíu.“

Það kom til greina að vera áfram í Sádí Arabíu en lífið í Abu Dhabi heillaði meira. „Það kom alveg til greina og voru farnar af stað þreifingar um að vera áfram í Sádí. Það var hins vegar ekki komið langt, þeir flýta sér hægt með þessi mál. Mér fannst heildarpakkinn hérna heillandi og vildi henda mér á hann.“

Mikið gekk í Sádí Arabíu:

Jóhann var eins og fyrr segir leikmaður Al-Orobah í Sádí Arabíu í eitt ár og segir mikið hafa gengið á. „Þetta var fróðlegt ár, það var mikið sem gekk á utan vallar sem hjálpaði okkur ekkert. Það var margt hjá klúbbnum sem var ekki alveg í toppmálum. Við vorum með góðan hóp en það var of mikið af vandamálum, þrír þjálfarar og alls konar vese. Menn voru alltaf að pirra sig á þeim hlutum og það hjálpar ekki innan vallar. Hér hjá Al Dhafra er meiri strúktúr í kringum klúbbnum og hlutirnir meira á hreinu.“

Fjölskyldan var með Jóhanni um stutta stund í Sádí en flytur nú alfarið með honum. „Þau voru með mér í sex vikur, núna koma þau í ágúst þegar skólarnir byrja. Hér eru frábærir skólar, fótbolti fyrir strákinn og fimleikar fyrir stelpuna. Við erum gríðarlega spennt,“ segir Jóhann en hann og eiginkona hans eiga þrjú björn saman.

Ævintýrin í austurlöndum fjær heilla Jóhann sem hafði spilað í tíu ár á Englandi og fimm ár í Hollandi fyrir þetta. „Ég hafði bara spilað fyrir þrjú félög á þessum fimmtán árum og vildi fá eitthvað ævintýri. Hér spila ég alla leiki þegar ég er heill, það er auðvitað ekki sami hraði og maður var vanur en það er bara hitinn sem veldur því. Hér byrja leikir oft fjörlega og mikil læti en það dregur úr því í seinni hálfleik þegar hitinn er sem mestur. Það eru frábærir leikmenn í þessum deildum.“

„Ég er búin að mæta á eina æfingu hérna núna, leikmennirnir virka öflugir og flottur þjálfari. Ég er bara spenntur að sjá hvernig þetta þróast.“

Getty Images

Álög á landsleik númer 100:

Jóhann hefur misst af síðustu tveimur verkefnum íslenska landsliðsins vegna meiðsla en hann hefur spilað 99 landsleiki fyrir Ísland.

„Heilsan er bara góð, það eru álög á þessum 100 landsleik. Það var gríðarlega svekkjandi að geta ekki spilað með. liðinu í sumar. Ég er í flottu standi og að koma hingað núna þegar undirbúningstímabil er að byrja var eitthvað sem ég hugsaði út í. Ég næ sex vikum núna en hefði maður beðið lengur og æft einn þá hefði það getað haft áhrif. Það er ekki eins að æfa einn og vera með liði. Ég er spenntur að ná öllu undirbúningstímabilinu og vera í flottu standi fyrir landsleikina í september,“ sagði Jóhann að lokum við 433.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum