fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Margir furða sig á niðurstöðu KSÍ – „Það er fyrir mér algjörlega óskiljanlegt“

433
Fimmtudaginn 26. júní 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ eftir áflogin í leiknum gegn Fram á dögunum. Ekki eru allir sáttir við þetta.

Það stefndi í 0-1 sigur Framara þegar Blikar fengu afar umdeilda vítaspyrnu undir lokin. Höskuldur fór á punktinn og skoraði. Fyrirliðinn geðþekki vildi ólmur ná í boltann úr markinu strax og við það hófust mikil læti. Veittist hann að Kennie Chopart og Viktori Frey markverði Fram.

Kyle McLagan brást við með því að taka hressilega á Höskuldi og fór það svo að lokum að báðir fengu þeir rautt spjald.

Mynd: DV/KSJ

Aganefndin úrskurðaði að Höskuldur skyldi sæta tveggja leikja banni og Kyle eins leiks banni. Þetta var til umræðu í Dr. Football.

„Það er fyrir mér algjörlega óskiljanlegt. Ég var sammála Sigurði í síðasta þætti um að það hefði verið hægt að gefa þeim gul spjöld og spila áfram. Það voru engar kýlingar, þetta voru stimpingar og ýtingar,“ sagði Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður RÚV, þar.

Annar spekingur sem er flestum knattspyrnuáhugamönnum kunnur, Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni, tjáði sig þá um málið á X.

„2ja leikja bann á Höskuld. Þessi aganefnd elskar að fá sér á þriðjudögum,“ skrifaði Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið