fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Myndband: Ósáttur Jón vekur athygli á subbulegu broti í Úlfarsárdal – „Þetta er glötuð framkoma“

433
Sunnudaginn 22. júní 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ólíklegt að Elaina LaMacchia, markvörður Fram, sé á leið í leikbann fyrir groddaralegt brot í tapi gegn Þrótti á föstudag.

Leiknum lauk með 1-3 sigri Þróttar en snemma leiks hefði Elaina getað fengið reisupassann ef Bríet Bragadóttir dómari hefði séð þegar hún togaði Sæunni Björnsdóttur niður á hárinu.

„Markvörður Fram sýndi af sér ákaflega óíþróttamannslega framkomu í fyrri hálfleik og reif leikmann Þróttar niður á hárinu. Dómarar sáu ekkert og markvörður Fram fær því að standa í markinu í síðari hálfleik.

Þetta er glötuð framkoma hjá góðum markverði. Fer hún í bann þó ekkert hafi verið dæmt?“ skrifar Jón Ólafsson tónlistarmaður í hálfleik um málið, auk þess að birta myndband af því, en hann er harður stuðningsmaður Þróttar.

Ekki er ósennilegt að aganefnd KSÍ taki málið fyrir. Vísir vekur athygli á að Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, hafi verið dæmd í tveggja leikja bann fyrir að toga í hár andstæðings fyrir tveimur árum. Í því tilviki, líkt og í þessu, fór atvikið framhjá dómara leiksins.

Undir færslu Jóns hér að neðan má sjá atvikið úr útsendingu SÝN, sem birtist á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land

Helstu lykilmenn Real Madrid teknir af lífi í spænskum miðlum – Telja liðið eiga langt í land
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Í gær

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það

Carragher skilur stuðningsmenn Liverpool og lætur Trent heyra það