fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Varpa fram kenningu í kjölfar brotthvarfs Jóns Þórs á Skaganum – „Hættum öllum barnaleikjum“

433
Þriðjudaginn 17. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA tilkynnti í gær að Jón Þór Hauksson myndi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins eftir dapurt gengi í Bestu deildinni. Þetta var til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net og þar voru menn nokkuð vissir um hver tæki við.

ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig eftir 11 leiki og Jón Þór því látinn fara. Væntingarnar til liðsins í ár voru miklar í kjölfar þess að liðið hafði verið í Evrópubaráttu á síðustu leiktíð sem nýliðar undir hans stjórn.

Nokkur nöfn hafa verið nefnd til sögunnar sem gætu tekið við af Jóni Þór. Má þar til að mynda nefna Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum þjálfara ÍA og aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Jóhannes er Skagamaður en þjálfar í dag AB Kaupmannahöfn í dönsku C-deildinni.

Í Innkastinu var bent á að stuðullinn á að Jóhannes tæki við væri orðinn ansi lágur, mun lægri en á næsta mann, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem hefur gert flotta hluti með Njarðvík í Lengjudeildinni.

„Hættum öllum barnaleikjum. Við þekkjum veðmálasíður og ef stuðullinn er svona lágur, þá er eitthvað að gerast. Það er nánast staðfest,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

Sæbjörn Steinke tók undir. „Tímabilið er búið í Danmörku hjá Jóa Kalla. Hann er ekki heimskur, hann veit alveg hvernig staðan er uppi á Skaga. Hann gæti alveg hafa látið vin sinn látið vin sinn vita að hann væri klár ef þeir væru að pæla í að skipta. Ég hef heyrt að það kosti 2 milljónir að fá hann lausan frá AB.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast

Bjartsýni hjá Liverpool þegar gluggalok nálgast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Í gær

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð

Bonnie Blue í mjög óvæntu hlutverki – Allt dregið til baka eftir hörð viðbrögð
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze