fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Umfangsmikil leit að föður sem grunaður er um að hafa myrt þrjár dætur sínar

Pressan
Fimmtudaginn 5. júní 2025 13:37

Evelyn, 8 ára, Paityn, 9 ára, og Olivia, 5 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Washington-ríki í Bandaríkjunum leita nú logandi ljósi að hinum 32 ára gamla Travis Decker sem er grunaður um að hafa myrt þrjár dætur sínar nærri tjaldsvæði í ríkinu um helgina. Systurnar fundust látnar á mánudag.

Systurnar, Paityn Decker, 9 ára, Evelyn Decker, 8 ára, og Olivia Decker, 5 ára, sáust síðast á lífi á föstudag þegar faðir þeirra sótti þær en hugðist skila þeim stuttu seinna þennan sama dag.

Þegar þær skiluðu sér ekki til baka á föstudagskvöld hófst leit og fannst bifreið Travis mannlaus á mánudag. Lík systranna fundust svo síðar þennan sama dag en Travis var hvergi sjáanlegur. Hann var heimilislaus en dvaldi meðal annars á tjaldsvæðum eða í bifreið sinni.

Mike Morrison, lögreglustjóri í Chelan-sýslu, hvatti Travis til að gefa sig fram í samtölum við bandaríska fjölmiðla í gær. „Við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en við finnum hann,“ sagði hann. „Hann gæti verið hvar sem er í landinu, þannig að þess vegna þurfa allir að hafa augun opin,“ sagði Morrison áður en hann talaði beint til Travis.

„Travis, ef þú ert að hlusta á þetta þá er tækifærið núna til að gefa þig fram. Gerðu það rétta, taktu ábyrgð á gjörðum þínum. Við munum finna þig og þú verður dreginn til ábyrgðar, þessar þrjár stúlkur eiga það skilið,“ sagði hann.

Travis þessi er fyrrverandi hermaður og telur lögregla að hann geti lifað af úti í óbyggðum mánuðum saman.

Travis Decker er leitað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“