fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Pressan

Fyrst var það TACO – Nú er það FAFO og Trump er öskureiður

Pressan
Mánudaginn 2. júní 2025 06:30

Trump er ekki vel við þessi nýju orð sem lýsa honum vel að sögn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur fyrir að ákveðnir hlutir og manneskjur fái viðurnefni og að undanförnu hafa Donald Trump og pólitík hans fengið að kenna á þessu.

Hagfræðingar og sérfræðingar eru byrjaðir að búa til skammstafanir sem snúast um fjárfestingataktík og þá miklu óvissu sem hefur einkennt alþjóðlega fjármálamarkaði vegna ummæla og aðgerða Trump.

Fyrst var það TACO (Trump Always Chickens Out) sem fór á flug og var forsetanum vægast sagt ekki skemmt yfir því. Og nú er ný skammstöfun farin á flug – FAFO.

FAFO stendur fyrir Fuck Around and Find Out. Skammstöfunin er notuð til að lýsa miklum sveiflum á fjármálamörkuðum vegna ummæla og aðgerða Trump.

En hvorki Trump né hans fólk er sátt við þetta. „Þessar heimskulegu skammstafanir sýna hvernig lélegir greinendur hafa blekkt sjálfa sig með að gera grín að Trump og stefnumálum hans sem hafa nú þegar skilað miklum ávinning varðandi störf og verðbólgu, milljörðum í fjárfestingaskuldbindingum, sögulegum viðskiptasamningi við Bretland og vaxandi bjartsýni neytenda,“ skrifaði Kush Desai, talsmaður Hvíta hússins, þegar Reuters leitaði eftir viðbrögðum við nýju skammstöfuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur

Hryllilegt mál – Lét svínin éta tvær konur
Pressan
Í gær

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar