fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Kim Jong-un er ósáttur – Hótar sínu fólki refsingu

Pressan
Þriðjudaginn 27. maí 2025 17:30

Kim Jong-un er mjög reiður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, er allt annað en sáttur við sitt fólk eftir hörmungarnar sem dundu yfir í síðustu viku. Þá var hann viðstaddur sjósetningu á nýju herskipi en sjósetningin mistókst herfilega.

Skipið, sem er 5.000 tonn,  var sjósett í hafnarborginni Chongjin. Því var rennt til hliðar út í sjóinn og lagðist þá á hliðina. Skipið stórskemmdist og er einræðisherrann vægast sagt brjálaður yfir þessu.

Eftir að hafa orðið vitni að þessu, sagði hann að um „glæpsamlegan verknað væri að ræða sem hefði átt sér stað vegna algjörs kæruleysis“.

Að sögn ríkisfréttastofunnar KCNA sagði leiðtoginn að óhappið yrði ekki liðið sem og „herfileg mistök“ hinna ábyrgu. Málið verði tekið fyrir á fundi kommúnistaflokksins í júní.

Hann sagði að óhappið hafi „skaðað sjálfsvirðingu landsins okkar“. Af þeim sökum sé mikilvægt, pólitískt séð að lagfæra skipið hratt.

Norðurkóresk stjórnvöld höfðu áður sagt að skipið væri útbúið öflugum vopnum og að það yrði hluti af norðurkóreska flotanum frá og með næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar