fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Pressan

Harvard sviptir starfsmann æviráðningu – Rannsakaði siðferðislega hegðun en var rekin fyrir ósiðferðislega hegðun

Pressan
Mánudaginn 26. maí 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harvard-háskóli hefur ákveðið að svipta einn fræðimann sinn æviráðningu og reka hana frá viðskiptadeild skólans. Fræðimaðurinn heitir Francesca Gino og hafði hún getið sér gott orð fyrir rannsóknir sínar á sviði heiðarleika og siðferðilegrar hegðunar. Því þykir nokkuð kaldhæðnislegt að brottrekstrarsökin séu ásakanir um akademísk misferli og svik.

Málið á sér langan aðdraganda en það var árið 2023 sem skólinn hóf innri rannsókn á vinnu Gino eftir að ásakanir voru viðraðar á bloggsíðunni Data Colada. Bloggsíðan er á vegum hóps atferlisfræðinga sem gaumgæfa vísindarannsóknir. Þessi innri rannsókn leiddi í ljós að Gino hafði í vissum tilvikum hagrætt gögnum til að styðja við tilgátur sínar. Að lokinni rannsókn var Gino vísað í launalaust leyfi en í vikunni var tekin ákvörðun um að svipta hana æviráðningunni (e. tenure).

Gino hefur harðneitað sök í málinu og hefur stefnt Harvard sem og Data Colada í skaðabótamáli þar sem hún fer fram á rúmlega þrjá milljarða í bætur fyrir meiðyrði, kynjamisrétti og brot gegn friðhelgi einkalífs. Hún segir að ásakanirnar hafi skaðað mannorð hennar til frambúðar sem og feril hennar. Dómari tók þó ekki undir með fræðimanninum og vísaði skaðabótakröfu hennar frá dómi í september með vísan til þess að Gino, sem fræðimaður, væri opinber manneskja og að gagnrýni á rannsóknir hennar nyti tjáningaverndar samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings

Sextug kona í dái eftir að innbrotsþjófur braust inn á heimili milljarðamærings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur

Svíar hvattir til að drepa ekki mýflugur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“

Útlendingastofnun svarar fyrir gagnrýni á mál Oscars – „Hann á foreldra í heimalandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum

Myndband virðist sýna uppnám á milli Macron og eiginkonu hans – Ýtti í andlitið á honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði

„Grænmeti er eitur“ segir prófessor í heilbrigðisfræði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað

Heitur drykkur og vinsælt sælgæti lækka blóðþrýstinginn og styrkja hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA

„Ég sá fljúgandi furðuhlut með merki Air Force“ segir fyrrum læknir hjá NASA
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar