Samkvæmt Talksport hefur Manchester United opnað samtalið við Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford.
Segir að hann sé til sölu fyrir 50 milljónir punda í sumar.
Sóknarmaðurinn frá Kamerún átti magnað tímabil sem var að ljúka og vill taka nýja áskorun á ferli sínum.
Talksport segir að Liam Delap sé orðinn líklegri til þess að fara til Chelsea þar sem liðið verður í Meistaradeildinni.
Delap fer frá Ipswich fyrir 30 milljónir punda og vill Manchester United fá hann.
Framherjinn hefur fundað með nokkrum liðum og þar á meðal eru United og Chelsea en hann mun í vikunni taka ákvörðun um framtíð sína.